Grunnur að ættartölu þeirri er hér birtist er frá
Þorsteini Jónssyni ættfræðingi
kominn, en hann tók saman hið merka rit um
Reykjahlíðarættina sem út kom í
þremur bindum árið 1992. Afhenti hann okkur
fúslega þau vinnugögn sem fjalla um við
afkomendur Solveigar á Gautlöndum,
en hún er, sem kunnugt er, ein dætra Jóns
Þorsteinssonar, þess er
Reykjahlíðarætt er rakin frá. Jón
Sigurðsson átti tvær dætur utan hjónabands.
Önnur barnsmóðir Jóns (Sigrún) var
einnig afkomandi Jóns Þorsteinssonar og er
ætt hennar rakin í gögnum Þorsteins
ættfræðings Jónssonar. Ættlegg
hinnar dótturinnar (Sigríðar) skráði afkomandi hennar
í Vesturheimi, Joan Frances Bjerring. Skrá Þorsteins var mjög stór og skiptum við henni upp þannig að leggur hvers afkomanda er í sérstakri skrá. Auk þess ákváðum við að laga línuskipti og málsgreinaskil. Því er ekki lokið, og birtast lagfærðu skrárnar sem pdf skrár jafnóðum og þær eru tilbúnar. Þær skrár sem ekki er búið að laga eru á doc formi og verður að hlaða niður sem slíkar. Nýtt merkingarform er notað þannig allir fá bókstafakenni. Fyrsta barn Jóns og Solveigar (Sigurður) fær kennið a, annað barn b og þannig áfram. Fyrsta barn Sigurðar fær kennið aa, annað ab. Þannig fær barn í sjötta ættlið frá Jóni og Solveigu 6 stafa kenni. Til dæmis fær Jóhann, bóndi á Gautlöndum kennið edcb sem þýðir að hann er 4. ættliður frá Jóni og Solveigu og einhlítt er að rekja hvernig. Allar viðbætur og leiðréttingar eru þegnar. Við gerum okkur ekki grein fyrir hversu margir hafa áhuga á að breyta og uppfæra þessar skrár til nútímans en við ætlum að gera tilraun með það og biðjum þá sem vilja senda leiðréttingar að skrifa okkur á neðangreindum netföngum: 4. júlí 2018/gj
|